Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 4. maí 2011 kl. 12:57

Grindvíkingar fá framherja til reynslu

Grindvíkingar munu í dag fá framherjann reynda Robbie Winters til sín á reynslu. Frá þessu er greint á fotbolti.net í dag. Þessi 36 ára gamli leikmaður lék með Ólafi Erni Bjarnasyni þjálfara Grindvíkinga hjá Brann á sínum tíma.Winters skoraði 42 mörk í 135 deildarleikjum með Brann en Grindvíkingar ætla að skoða hann í viku áður en ákvörðun verður tekinn með framhaldið.

,,Flugmiðinn til baka er til 5. október, en ef hann stendur ekki undir væntingum fer hann heim eftir viku," sagði Þorsteinn Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur við Fótbolta.net í dag.

Winters á einnig yfir 100 leiki að baki með bæði Dundee United og Aberdeen í Skotlandi en undanfarin tvö ár hefur hann síðan leikið með Livingston í heimalandinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024