Grindvíkingar eru komnir í Pepsi deildina
Eftir 1-0 sigur gegn Fjarðarbyggð
Grindvíkingar tryggðu sér sæti í efstu deild karla í fótbolta með 1-0 sigri á Fjarðarbyggð á heimavelli sínum í dag. Andri Rúnar Bjarnason skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik sem tryggði stigin mikilvægu. Grindvíkingar eru í efsta sæti deildarinnar tveimur stigum á undan KA sem eiga þó leik til góða. Liðin eiga eftir að mætast þann 17. september en þá ræðst líklega hvort liðið sigrar deildina.
Í fyrra höfnuðu Grindvíkingar í 5. sæti í 1. deild. Þeir léku síðast í efstu deild árið 2012.