Grindvíkingar eru komnir í Geysisbikarúrslit
Grindvíkingar eru komnir í úrslit Geysis bikarkeppninnar í körfubolta eftir öruggan sigur á Fjölni í undanúrslitum Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur urðu 74:91 en Fjölnismenn leiddu með fjórum stigum í hálfleik.
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Grindvíkingar voru miklu sterkari í síðari hálfleik og gerðu út um leikinn í síðasta leikhlutanum.
Sigtryggur A. Björnsson og Valdas Vasylius voru báðir með 25 stig og voru öfugir en það voru lykilmenn liðsins líka í sannfærandi sigurleik. Grindvíkingar mæta Stjörnunni sem vann Tindastól með yfirburðum.
Fjölnir-Grindavík 74-91 (25-22, 21-20, 17-23, 11-26)
Fjölnir: Viktor Lee Moses 20/8 fráköst/3 varin skot, Róbert Sigurðsson 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Jere Vucica 14/11 fráköst, Srdan Stojanovic 13, Tómas Heiðar Tómasson 5/5 fráköst/5 stoðsendingar, Orri Hilmarsson 3, Daníel Bjarki Stefánsson 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2, Egill Agnar Októsson 0, Viktor Máni Steffensen 0, Guðjón Ari Logason 0, Rafn Kristján Kristjánsson 0.
Grindavík: Sigtryggur Arnar Björnsson 25/5 fráköst/8 stoðsendingar, Valdas Vasylius 25/8 fráköst, Seth Christian Le Day 18/14 fráköst/3 varin skot, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst, Miljan Rakic 3, Kristófer Breki Gylfason 3/6 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 3/7 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 0, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0/4 fráköst, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.
Sigurbjörn Dagbjartsson, blaðamaður á karfan.is tók skemmtilegt viðtal við Sigtrygg eftir sigurinn í Laugardalshöll.