Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar eru á toppnum í Pepsi-deildinni
Mánudagur 5. júní 2017 kl. 21:33

Grindvíkingar eru á toppnum í Pepsi-deildinni

Grindvíkingar eru aldeilis að koma skemmtilega á óvart í Pepsi-deildinni í knattspyrnu en þeir náðu í þrjú stig í Vesturbænum í kvöld þegar þeir unnu KR óvænt 0-1 í Frostaskjóli.
Andri Rúnar fékk vítaspyrnu á  88. mín. og skoraði sjálfur úr spyrnunni. Grindvíkingar eru því á toppi  deildarinnar með Val og Stjörnunni með 13 stig.

Heimamenn í Vesturbænum voru á því að KR hefði átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfeik en dómarinn var ekki á sama máli. Markvörðurinn Kristijan Jajalo stóð vaktina í Grindavíkurmarkinu eins og hetja og varði oft frábærlega.

Framundan eru tveir heimaleikir hjá Grindvíkingum, fyrst gegn meisturum FH næsta miðvikudag og svo gegn ÍBV.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024