Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar endurtóku leikinn
Fimmtudagur 28. janúar 2016 kl. 09:27

Grindvíkingar endurtóku leikinn

Grindvíkingar endurtóku leikinn og sigruðu Stjörnuna í annað sinn á innan við viku. Nú áttust liðin við í Domino's deild kvenna en áður var það bikarinn. Grindvíkingar unnu fremur auðveldan sigur þar sem lokatölur voru 62:81. Frazier skoraði 30 stig fyrir Grindvíkinga, á meðan Björg Einarsdóttir skoraði 14 og Sigrún Sjöfn 13.

Liðið situr nú í 3-5 sæti deildarinnar með 16 stig líkt og Valur og Keflavík.

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 30, Björg Guðrún Einarsdóttir 14, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 13, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Íris Sverrisdóttir 6, Ingunn Embla Kristínardóttir 6, Petrúnella Skúladóttir 4, Hrund Skuladóttir 3, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Helga Einarsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0, Jeanne Lois Figeroa Sicat 0. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024