Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar einu stigi frá toppnum
Gunnar var besti maður vallarins í dag.
Laugardagur 6. ágúst 2016 kl. 16:27

Grindvíkingar einu stigi frá toppnum

Unnu öruggan sigur gegn botnliðinu - aftur markaveisla

Gunnar Þorsteinsson skoraði tvö mörk þegar Grindvíkingar komust upp að hlið KA í 1. deildinni með öruggum sigri gegn neðsta liði deildarinnar. Enn og aftur voru Grindvíkingar í stuði og skoruðu fjögur mörk gegn einu frá Leiknismönnum en leikið var á Fáskrúðsfirði. Nú munar aðeins einu stigi á liðunum í efstu sætunum, en KA eru á toppnum og Grindavík í öðru sæti.

William Daniels og Magnús Björgvinsson skoruðu hin mörkin tvö hjá gulum í dag, en Grindvíkingar náðu 0-3 forystu áður en heimamenn í Leikni minnkuðu muninn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024