Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar eiga heimavöllinn gegn Þórsurum
Fimmtudagur 9. mars 2017 kl. 21:34

Grindvíkingar eiga heimavöllinn gegn Þórsurum

Unnu fallna Skalla þægilega

Með 101:89 sigri á föllnum Skallagrímsmönnum náðu Grindvíkingar að halda fjórða sæti Domino's deildar karla og munu þeir mæta Þórsurum frá Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum sem hefjast 15. mars.
Grindvíkingar náðu strax góðum tökum á leiknum og réðu ferðinni það sem eftir lifði. Lewis Clinch skoraði 25 stig en Grindvíkingar lögðu margir í púkkið í kvöld í sóknarleiknum.

Grindavík-Skallagrímur 101-89 (29-20, 21-23, 31-24, 20-22)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 25/10 fráköst/8 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 18/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 15, Ólafur Ólafsson 10/9 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 7/17 fráköst/3 varin skot, Kristófer Breki Gylfason 3, Magnús Már Ellertsson 2, Nökkvi Már Nökkvason 2, Þorsteinn Finnbogason 2/4 fráköst, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Hamid Dicko 0.