Grindvíkingar byrjuðu illa í Vesturbænum
Grindvíkingar guldu afhroð í fyrstu viðureign úrslitanna í Domino’s deild karla í körfubolta þegar þeir steinlágu fyrir KR í Vesturbænum. Lokatölur 98-65 fyrir KR og staðan 1-0 fyrir Íslandsmeistarana.
Grindvíkingar sýndu góðan lit í fyrsta leikhluta en voru 13 stig undir í hálfleik. Þeir áttu ekkert í þá röndóttu í síðari hálfleik og leikurinn endaði með 33 stiga sigri KR.
Stig Grindavíkur: Dagur Kár Jónsson 17, Lewis Clinch Jr. 15/7 stoðsendingar, Þorsteinn Finnbogason 13/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 9/11 fráköst, Þorleifur Ólafsson 6, Ómar Örn Sævarsson 5/10 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hamid Dicko 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0. Næsti leikur verður á föstudag í Grindavík.