Grindvíkingar byrjuðu árið með tapi
Leikið í körfuboltanum í kvöld
Grindvíkingar hófu árið 2014 með tapi gegn Snæfellingum í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær. Lokatölur leiksins urðu 97-83 en leikurinn fór fram á Stykkishólmi. Nýr leikmaður Grindvíkinga, Blanca Lutley skoraði 29 stig í leiknum og var atkvæðamest þeirra. Eftir leikinn eru Grindvíkingar í 7. sæti deildarinnar með 12 stig en þrjú önnur lið hafa sama stigafjölda.
Í kvöld fara fram þrír leikir en þá taka Njarðvíkingar á móti móti Hamarskonum á heimavelli sínum á meðan Keflvíkingar leika gegn Haukum í Hafnarfirði.
Tölfræði:
Grindavík: Blanca Lutley 29/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 19, María Ben Erlingsdóttir 18/9 fráköst, Katrín Ösp Eyberg 6, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 4, Helga Rut Hallgrímsdóttir 3/14 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 2/5 fráköst, Eyrún Ösp Ottósdóttir 2, Hrund Skuladóttir 0.