Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar blanda sér í botnbaráttuna
María Ben var með 17 stig í leiknum og 14 fráköst.
Mánudagur 13. janúar 2014 kl. 09:10

Grindvíkingar blanda sér í botnbaráttuna

Grindvíkingar máttu þola annan ósigur sinn í röð gegn einu af toppliðum Domino's deildar kvenna í gær, en þá heimsóttu þær Hauka. Gestirnir frá Grindavík byrjuðu ekki vel og segja mætti að Haukar hafi farið langt með að tryggja sér sigurinn í fyrri hálfleik. Lokatölur urðu 92-67 Haukum í vil en svo virðist sem Grindvíkingar séu óðum að blanda sér í botnbaráttuna, en þær eru aðeins fjórum stigum frá Njarðvíkingum sem verma botnsætið.

Tölfræðin:
Grindavík: Blanca Lutley 18/8 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 17/14 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 10/7 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 9/12 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 6/12 stoðsendingar, Katrín Ösp Eyberg 5/5 fráköst, Julia Lane Figueroa Sicat 2, Mary Jean Lerry F. Sicat 0, Jeanne Lois Figeroa Sicat 0, Hrund Skuladóttir 0, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024