Grindvíkingar bikarmeistarar í 9. flokki kvenna
Grindvíkingar eru bikarmeistarar í 9. flokki kvenna í körfubolta eftir sigur á grönnum sínum í Keflavík, 36:33 í Laugardalshöll í gær. Jenný Geirdal var stigahæst Grindvíkinga með 11 stig en Una Rós Unnarsdóttir fór mikinn hjá Grindvíkingum og var valinn maður leiksins, hún skoraði 2 stig, tók 7 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 4 boltum á þeim 24 mínútum sem hún spilaði.