Grindvíkingar aftur í Höllina
Ekkert varð af Suðurnesjaslag í úrslitum
Ríkjandi bikarmeistarar Grindavíkur tryggðu sér farseðil í Laugardalshöllina annað árið í röð með því að leggja Stjörnuna af velli í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í kvöld. Grindvíkingar unnu öruggan 20 stiga sigur, 77:57 en munurinn var þegar orðinn 25 stig í hálfleik þannig að sigur Grindvíkinga var aldrei í hættu. Mótherjar Grindvíkingar í úrslitum verða Snæfellingar sem lögðu Keflvíkinga í TM-höllinni í kvöld.
Sem fyrr var Whitney Fraizer atkvæðamikil en hún skoraði 25 stig, en Grindvíkingar dreifðu stigaskorinu vel á milli sín.
Grindavík-Stjarnan 77-57 (23-15, 26-9, 12-18, 16-15)
Grindavík: Whitney Michelle Frazier 25/8 fráköst, Hrund Skuladóttir 15, Ingunn Embla Kristínardóttir 14, Björg Guðrún Einarsdóttir 8/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 7/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 4/7 fráköst, Helga Einarsdóttir 2, Ingibjörg Jakobsdóttir 2, Íris Sverrisdóttir 0, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Jeanne Lois Figeroa Sicat 0.