Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Miðvikudagur 2. júlí 2003 kl. 10:10

Grindvíkingar áfram í Visa-bikarnum

Grindavík komst áfram í 8-liða úrslit Visa-bikarsins í knattspyrnu eftir sigur á ÍBV í Eyjum á þriðjudag. Óhætt er að segja að um maraþon leik hafi verið að ræða þar sem leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. Þar var Ólafur Gottskálksson hetja Grindvíkinga en hann varði tvær vítaspyrnur og tryggði gestunum 5-4 sigur.Keflvíkingar féllu úr leik á sama tíma en þeir töpuðu gegn ÍA á Skipaskaga 1-0. Mikið jafnræði var með liðunum en gestirnir náðu ekki að skapa sér nægilega góð færi og því fór sem fór.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024