Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 27. maí 1999 kl. 23:11

GRINDVÍKINGAR ÆTLA AÐ NÁ STIGUM Í VESTMANNAEYJUM

Ólafur Ingólfsson var ánægður með fyrstu tvo leiki liðsins og sagði liðið stefna að því að ná í það minnsta einu stigi á sterkum heimavelli ÍBV. „Það var ósköp lítið hægt að spila fótbolta gegn Breiðablik vegna aðstæðna og sigurinn hreinn og beinn baráttusigur. Leikmenn þurftu að bæði að sigrast á andstæðingnum og veðrinu. Í kvöld leggjum við upp með sterkan varnarleik og sjáum hvernig leikurinn þróast. Eyjamenn hafa ekki tapað leik á Hásteinsvelli frá því í júní 1997, að ég best veit og þá gegn KR. Það veikir þá e.t.v. eitthvað að fyrirliðinn Hlynur Stefánsson verður í leikbanni í kvöld en leikmannahópur þeirra er fjölmennur.“ Hefur góð frammistaða Alberts Sævarssonar svo skömmu eftir meiðsli komið þér á óvart? „Nei, Albert er góður markvörður og hefur verið að klára 2-3 dauðafæri á leik með glæsibrag.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024