Grindvíkingar að kveðja fallbaráttuna
Svo virðist sem Grindvíkingar séu búnir að kveðja fallbaráttuna í 1. deild karla í knattspyrnu, en liðið vann góðan 2-0 sigur á liði KV um helgina. Þetta er þriðji sigur liðsins í röð og útlit fyrir að þeir gulklæddu séu loksins komnir í gang. Marko Valdimar Stefánsson kom Grindvíkingum yfir undir lok fyrri hálfleiks en Tomislav Misura innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma.
Eftir leikinn eru Grindvíkingar í sjöunda sæti deildarinnar með 22 stig eftir 16 leiki.