Grindvíkingar á toppnum eftir stórsigur
Grindvíkingar hafa unnið báða leiki sína til þessa í Domino's deild kvenna í körfubolta. Nú síðast unnu þær góðan útisigur á Blikum, 57-80. Leikurinn var jafn og spennandi framan af en segja mætti að sigurinn hafi unnist í þriðja leikhluta. Þá skoruðu gestirnir frá Grindavík 22 stig gegn 8 frá Blikum. Rachel Tecca átti stórleik en hún skoraði 28 stig og tók 15 fráköst í leiknum.
Tölfræðin
Grindavík: Rachel Tecca 28/15 fráköst/5 stolnir, María Ben Erlingsdóttir 15, Pálína Gunnlaugsdóttir 10/7 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 9, Petrúnella Skúladóttir 8/5 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0/3 varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 0/6 stoðsendingar.