Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar á toppinn eftir stórsigur
Scott Ramsey hefur engu gleymt.
Mánudagur 27. maí 2013 kl. 08:07

Grindvíkingar á toppinn eftir stórsigur

Grindavík tyllti sér á topp 1. deildar karla í knattspyrnu með glæsilegum sigri á BÍ/Bolungarvík 6-1 á Grindavíkurvelli en staðan var 2-1 í hálfleik. Mörk Grindvíkinga skoruðu þeir Stefán Pálsson, Magnús Björgvinsson og Scott Ramsey. Þeir skoruðu allir tvö mörk hver en gamli refurinn Ramsey skoraði bæði sín mörk beint úr aukaspyrnum.

Grindavík lék án fyrirliðans Jóhanns Helgasonar sem er meiddur. Alexander Magnússon er að óðum að komast í gang en hann spilaði í um hálftíma í leiknum, þannig að Grindvíkingar eiga jafnvel eitthvað inni. Eftir þrjá leiki eru Grindvíkingar með sex stig á toppi deildarinnar ásamt þremur öðrum liðum en markatala Grindvíkinga er hagstæðust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024