Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindvíkingar á sigurbraut
Jósef Kristinn Jósefsson skoraði fyrra mark Grindvíkinga
Miðvikudagur 24. júní 2015 kl. 00:36

Grindvíkingar á sigurbraut

Góður 2-0 sigur á HK í Grindavík í kvöld

Grindvíkingar eru að rétta úr kútnum í 1. deild karla en liðið lagði HK á Grindavíkurvelli í kvöld, 2-0, og unnu jafnframt annan leik sinn í röð í deildinni. 

Jósef Kristinn Jósefsson kom Grindavík yfir á 63. mínútu leiksins og það var svo Tomislav Misura sem að tryggði Grindavík sanngjarnan 2-0 sigur með marki í uppbótartíma.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með sigrinum færast Grindvíkingar upp í 6. sæti deildarinnar úr því 9. og geta með sigri í næsta leik blandað sér í umræðuna um toppbaráttu en liðið sækir Víking heim í Ólafsvík á laugardag.