Grindvíkingar á sigurbraut
Grindvíkingar sigruðu Íslandsmeistara ÍA 2-1 í Símadeildinni í knatspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram í Grindavík. Það voru Óli Stefán Flóventsson og Grétar Hjartarson sem skoruðu mörk heimamanna. Þá tapaði Keflavík gegn Fylki 2-0 á Fylkisvelli í Árbænum en Keflvíkingar voru mjög slakir í leiknum og geta þakkað Ómari Jóhannssyni markverði fyrir að hafa ekki tapað stærra en hann átti frábæran leik í marki gestanna.Eftir 12 umferðir eru Grindvíkingar í 4. sæti deildarinnar með 18 stig en Keflvíkingar í því 6. með 14 stig.