Grindvíkingar á sigurbraut
Grindvíkingar unnu annan leik sinn í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld þegar þeir sigruðu Skallagrím 95:87 í Grindavík.Grindvíkingar voru sterkari aðilinn allan leikinn og höfðu yfir í hálfleik 46:34. Tyson Petterson var stigahæstur í liði Grindavíkur með 27 stig en Helgi Jónas Guðfinnsson kom næstur með 23 stig.