Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar á siglingu eftir annan sigurinn í röð (mark í myndaveislu)
Grindvíkingar fögnuðu innilega sigurmarkinu. VF-myndir/hilmarbragi.
Mánudagur 20. maí 2019 kl. 22:34

Grindvíkingar á siglingu eftir annan sigurinn í röð (mark í myndaveislu)

Grindvíkingar unnu sinn annan sigur í röð í Pepsi-deildinni í knattspyrnu þegar þeir unnu Fylki 1-0 í Grindavík í kvöld. Grindvíkingar eru í 4.-6. sæti með 8 stig eftir fimm umferðir.

Sigurmark Grindavíkur kom á 74. mínútu en þá skoraði Josip Zepa með skalla eftir að boltinn barst til hans eftir hornspyrnu Arons Jóhannssonar.
Vörn Grindvíkur stóð sig vel og sérstaklega miðverðirnir en nokkuð mæddi á þeim í leiknum en heimamenn stóðu sig vel og áttu fleiri tækifæri á að skora. Þeir töpuðu fyrsta leiknum í deildinni en hafa nú leikið fjóra leiki í röð án taps, tvö jafntefli og tveir sigrar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar fögnuðu vel eftir leikinn í búningsklefa sínum.

Grindavík - Fylkir 20. maí 2019 // 1-0