Grindvíkingar á flugi
Unnu fimm marka sigur á Leikni - ósigraðir á toppnum
Grindvíkingar eru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í 1. deild karla í fótbolta. Þeir unnu stórsigur á Leikni F. í dag á heimavelli sínum, en lokatölur urðu 5-0 Grindvíkingum í vil. Staðan var 1-0 í hálfleik en í síðari hálfleik héldu Grindvíkingum engin bönd.
Mörk Grindvíkinga í leiknum:
Andri Rúnar Bjarnason úr víti 35. mín.
Alexander Veigar Þórarinsson 46. mín.
Jósef Kristinn Jósefsson 60. mín.
Aron Freyr Róbertsson 74. mín.
Fransisco Eduardo Cruz Lemaur 78. mín.