Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 4. nóvember 2003 kl. 12:33

Grindavíkurstúlkur töpuðu í Hópbílabikarnum í gær

Kvennalið Grindavíkur tapaði fyrir ÍR í Hópbílabikarnum í körfuknattleik í gærkvöldi. lokatölur leiksins voru 67-48 ÍR í vil en þær spiluðu á heimavelli. Heimastúlkur höfðu forystu allan leikinn, leiddu meðal annars með fjórum stigum í leikhlé. Eins og fyrirfram var búist við voru ÍR-ingar mun sterkari undir körfunni og tóku þær 45 fráköst á móti 29 fráköstum Grindvíkinga. Gestirnir voru heldur ekki lausar við skotvandræðin sem hafa fylgt þeim í haust þar sem þær hittu illa utan af velli.

Stigahæstar Grindvíkinga voru Sólveig Gunnlaugsdóttir sem skoraði 17 stig og Petrúnella Skúladóttir sem skoraði 11. Eplunus Brooks var atkvæðamest hjá ÍR og skoraði 18 stig og tók jafn mörg fráköst.

Seinni leikur liðanna í 8-liða úrslitum fer fram á fimmtudaginn komandi og verða Grindvíkingar aldeilis að taka sig á ef þær ætla að komast í undanúrslitin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024