Grindavíkurstúlkur töpuðu gegn Fram
Grindavíkurstelpur töpuðu fyrir Fram 6-1 í 2. umferð b-riðils í 1.deild kvenna í gær. Fyrri hálfleikur var ansi slakur en þá skoraði Fram 5 mörk. Í seinni hálfleik voru Grindavíkurstelpur sprækari og tókst að skora undir lok leiksins, markið skoraði Margrét Albertsdóttir.
Eftir erfiðan vetur þar sem afar fáir leikmenn hafa verið á æfingum er Goran Lukic þjálfari að púsla saman algjörlega nýju liði í upphafi móts og því mun taka tíma að koma liðinu í gang. Engu að síður hefðu stelpurnar mátt gera betur í gær. Í liðinu eru nánast eingöngu Grindavíkurstelpur og sumar að snúa aftur á völlinn eftir margra ára hlé. Innan um eru svo mjög efnilegir leikmenn eins og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir.
Frá þessu er greint á www.grindavik.is