Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavíkurstúlkur styrkjast
Miðvikudagur 20. júlí 2005 kl. 15:36

Grindavíkurstúlkur styrkjast

Kvennaliði Grindavíkur í körfuknattleik hefur borist gríðarlegur liðsauki fyrir komandi tímabil 1. deild kvennakörfunnar. Erna Rún Magnúsdóttir fylgir þjálfaranum Unndóri Sigurðssyni frá ÍS til Grindavíkur en Hildur Sigurðardóttir, landsliðskona, mun einnig leika með Grindavík á næsta leiktímabili. Frá þessu er greint á www.umfg.is.

Hildur Sigurðardóttir, sem var kosin besti leikmaður 1. deildar kvenna tvö ár í röð áður en hún hélt í víking til Svíþjóðar á síðasta ári, skrifaði á dögunum undir samning við liðið og einnig er búið að ganga frá ráðningu erlends leikmanns fyrir næsta tímabil en sú heitir Jerica Watson. Jerica lék við frábæran orðstýr með KR á síðasta tímabili og skoraði 35 stig og tók 14 fráköst að meðaltali. 

VF-myndir/ frá leik Grindavíkur og Keflavíkur á síðasta leiktímabili. Neðri myndin er af Jericu Watson (www.kr.is)



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024