Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þriðjudagur 24. september 2002 kl. 22:24

Grindavíkurstúlkur Reykjanesmeistarar

Grindavík sigraði Keflavík, 57:53, í úrslitaleik Reykjanesmótsins í körfuknattleik kvenna sem fram fór í Keflavík í kvöld. Staðan í hálfleik var 24:27 gestunum í hag. Grindavíkurstúlkur leiddu allt frá fyrstu mínútu og unnu verðskuldaðan sigur en nokkur spenna var á síðustu mínútu leiksins þegar Keflavíkurstúlkur reyndu hvað þær gátu til að jafna leikinn. Grindavíkurstúlkur eru þar með Reykjanesmeistar kvenna 2002.Denise Shelton, nýji erlendi leikmaðurinn í liði Grindavíkur, fór hamförum í leiknum og réðu Keflavíkurstúlkur ekkert við hana en hún skoraði 22 stig og hirti 17 fráköst. Birna Guðmundsdóttir var best í liði heimastúlkna með 18 stig.

Þá léku Njarðvíkurstúlkur gegn Haukum fyrr um kvöldið og sigruðu 72:65 þar sem Sacha Montgomery skoraði 33 stig. Staðan í hálfleik var 30:34, Haukastúlkum í vil.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024