Grindavíkurstúlkur í fallbaráttu
Grindavíkurstúlkur töpuðu fyrir Stjörnunni á heimavelli í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu 1-2 og sitja í fallsæti, þremur stigum frá öruggu sæti.
Eftir jafnan fyrri hálfleik skoruðu gestirnir fyrsta mark leiksins á 2. mín. seinni hálfleiks en þá kom Harpa Þorsteinsdóttir þeim í forystu með góðu marki. Aðeins sjö mínútum síðar kom annað mark hjá þeim bláu þegar Þórdís H. Sigfúsdóttir skoraði og staðan 0-2. Rio Hardy minnkaði muninn á 68. mín. en fleiri urðu mörkin ekki og Grindavíkurstúlkur eru í erfiðri stöðu við botninn.