Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavíkurstúlkur í bikarúrslit annað árið í röð
Mánudagur 6. febrúar 2006 kl. 10:42

Grindavíkurstúlkur í bikarúrslit annað árið í röð

Grindavíkurstúlkur virðast hafa hrist af sér allt sem heitir Keflavíkurgrýla en þær tryggðu sér sæti í bikarúrslitum KKÍ og Lýsingar með fræknum sigri á grönnum sínum í Sláturhúsinu, 62-68.

Einhver taugatitringur virðist hafa verið í liðunum í upphafi því skotnýting beggja liða var einstaklega slök í fyrri hálfleik og stigaskor eftir því. Staðan í hálfleik var 19-20 fyrir Grindavík en heimastúlkur skoruðu síðustu 6 stigin. Jerica Watson og Birna Valgarðsdóttir báru af í sínum liðum og voru með 10 stig hvor í hálfleik.

Í upphafi 3. leikhluta tóku Keflvíkingar á rás og náðu 7 stiga forskoti, 31-24, en Grindavíkingar svöruðu að bragði og komust yfir, 35-38 með góðum kafla þar sem Watson fór mikinn. Þær bættu svo í þegar leið á seinni hálfleikinn og voru komnar í 10 stiga mun, 38-48 í upphafi 4. leikhluta.

Eftir það náðu Keflvíkingar ekki að ógna sigrinum af nokkru ráði þrátt fyrir ótrúlegan kafla Lakiste Barkus undir lokin þar sem hún setti 11 stig á skömmum tíma.

Grindvíkingar fögnuðu vel í leikslok og voru vel að sigrinum komnar. Það sem skipti sköpum hjá þeim var, fyrir utan hetjudáð Jericu Watson, einstaklega góð vörn sem setti sóknarleik Keflvíkinga í uppnám.

Tölfræði leiksins

VF-mynd/Þorgils
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024