Þriðjudagur 26. nóvember 2002 kl. 15:03
Grindavíkurstúlkur í 2. sæti
Grindvíkingar sigruðu ÍS, 77:69, á útivelli í gær í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Eftir sigurinn eru Grindavíkurstúlkur komnar í 2. sæti deildarinnar með 10 stig, sex stigum á eftir toppliði Keflavíkur.