Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þriðjudagur 2. desember 2003 kl. 21:32

Grindavíkurstúlkur fallnar út í Hópbílabikarnum

Grindavík tapaði fyrir KR í undanúrslitum Hópbílabikars kvenna í DHL-Höllinni í kvöld, 88:58. KR mætir því Keflavík í úrslitaleik keppninnar þann 20. desember.


Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var vonsvikinn að leik loknum. „Þetta var bara skelfilegt! Við stóðum okkur ágætlega í fyrsta leikhluta, en svo hrundi spilið og leikurinn kláraðist fljótlega í seinni hálfleik. Liðið virðist bara ekki ná að rétta sig af í svona mótlæti nema að Sólveig (Gunnlaugsdóttir) stóð sig eins og hetja og bar liðið uppi enn einn leikinn.“

Katie Wolfe skoraði 31 stig fyrir KR og Hildur Sigurðardóttir 25 og tók 14 fráköst.

Sólveig Gunnlaugsdóttir skoraði 22 stig fyrir Grindavík og tók að auki 10 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024