Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavíkurstúlkur byrjuðu á sigri
Ingibjörg Jakobs með boltann gegn Fjölni.
Fimmtudagur 4. apríl 2019 kl. 09:54

Grindavíkurstúlkur byrjuðu á sigri

Grindavíkurstúlkur unnu flottan sigur á Fjölni í fyrsta leik liðanna í úrslitaviðureign um laust sæti í Domino’s deildinni í körfubolta kvenna á næsta ári. Lokatölur urðu 72-79 en leikið var í Grafarvogi.

Hannah Louise Cook fór mikinn í liði Grindavíkur en hún skoraði 37 stig og tók heil 17 fráköst. Hrund Skúladóttir skoraði 16 og tók 9 fráköst. Það lið sem sigrar fyrr í þremur leikjum vinnur viðureignina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík: Hannah Louise Cook 37/17 fráköst, Hrund Skúladóttir 16/9 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 7/4 fráköst, Elsa Albertsdóttir 6/12 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 6, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 5, Andra Björk Gunnarsdóttir 2, Sædís Gunnarsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0.