Grindavíkurstúlkur án stiga í Pepsi-deildinni
Grindavíkurstúlkur eru enn án sigurs í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu eftir ósigur gegn Breiðablik í gær.
Leikið var á Grindavíkurvelli og skemmst er frá því að segja að Breiðablik vann öruggan sigur 1-5. Blikar komust í 0-4 áður en Sara Wilson náði að svara fyrir þær gulu í byrjun síðari hálfleiks. Grindvíkingar sitja á botni deildarinnar eftir fjóra leiki og eins og fyrr segir án stiga en þær hafa einungis skorað 2 mörk og fengið á sig 11.
[email protected]