Grindavíkurstúlkur áfram í Kjörísbikarnum
Grindavíkurstúlkur komust í gærkveldi áfram í Kjörísbikarkeppninni í körfuknattleik eftir að hafa sigraði Njarðvík á útivelli 70:87 í seinni leik liðanna og samanlagt 160:129. Gestirnir voru nokkuð sterkari í leiknum eins og tölurnar gefa til kynna og spurning hvort Njarðvíkurstúlkur verði einfaldlega ekki að styrkja lið sitt með erlendum leikmanni.Keflavíkurstúlkur sem eru enn ósigraðar á þessu tímabili leika í kvöld gegn Haukum og hefst leikurinn kl. 17:30 á Ásvöllum.