Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavíkurstelpur með nýjan Kana
Miðvikudagur 6. október 2010 kl. 10:45

Grindavíkurstelpur með nýjan Kana


Keppnistímabilið í Iceland Express deild kvenna hefst í kvöld. Keflavík og Njarðvík mætast í Ljónagryfjuni kl. 19:15 eins og áður hefur verið greint frá. Lið Grindavíkur tekur á móti Fjölni á sama tíma.

Eins og við greindum frá í gær yfirgaf Ida Tryggedsson Grindavík eftir stutta viðdvöl en miklar vonir voru bundnar við liðstyrk hennar. En Grindvíkingar dóu ekki ráðalausir og hafa fengið bandarískan leikmann í hennar stað. Sú heitir Charmaine Clark verður væntanlega með í kvöld. Clark er bakvörður, kemur frá Miami University og á að geta spilað allar bakvarðastöðurnar, er haft eftir sagði Jóhanni Þór Ólafssyni á körfuboltavefnum Karfan.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024