Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavíkurstelpur Costa blanca cup meistarar
Föstudagur 10. júlí 2015 kl. 11:42

Grindavíkurstelpur Costa blanca cup meistarar

Grindavíkurstúlkur eru Costa blanca cup meistarar 2015 eftir að hafa sigrað Elche 2-1 í úrslitaleik. Leikurinn var jafn en Grindavík átti mun fleiri opin færi. Mikil barátta var í báðum liðum en Grindavíkurstelpur héldu einbeitingu allan leikinn. Grindavík.net greinir frá. 

Dröfn Einarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins úr víti, mjög öruggt hjá henni undir mikilli pressu. Kristín Anítudóttir Mcmillan skoraði seinna mark Grindavíkur stuttu síðar úr glæsilegri aukaspyrnu. Lið Elche minkaði muninn en lengra komust þær ekki gegn frábæru og yfirveguðu liði Grindavíkur. Ein úr liði Elche fékk að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar um mótið og fleiri myndir hér