Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Laugardagur 22. mars 2003 kl. 19:16

Grindavíkursigur í fyrsta leik

Grindavík sigraði Tindastól, 87:80, í fyrsta leik liðanna í 4-liða úrslitum Intersport-deildarinnar í körfuknattleik í dag. Leikurinn var æsispennandi og leiddi Tindastóll í hálfleik 65:62. Stórkostleg frammistaða Guðlaugs Eyjólfssonar í lokin tryggði sigur heimamanna en hann skoraði 10 stig í röð fyrir Grindavík á síðustu mínútunum.

Myndir úr leiknum, smellið hér!Stigahæstir í liði Grindavíkur voru Guðlaugur Eyjólfsson með 24 stig, Helgi Jónas Guðfinnsson með 21 og Darrel Lewis með 14.

Á morgun verður fyrsti leikurinn í einvígi Keflavíkur og Njarðvíkur en hann hefst kl. 19:15 í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024