Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavíkurkonur í undanúrslit
Grindavíkurkonur eru skrefi nær Pepsí deildinni
Fimmtudagur 3. september 2015 kl. 11:56

Grindavíkurkonur í undanúrslit

Mæta ÍA í rimmu um sæti í Pepsí deildinni að ári

Grindavíkurkonur eru skrefinu nær sæti í Pepsí deildinni sumarið 2016 en liðið lagði Augnablik að velli í síðari leik liðanna í 8 liða úrslitum umspils 1. deildar kvenna. Samanlögð úrslit urðu því 3-2 fyrir Grindavík.

Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli í Kópavoginum þar sem að þrjú af fjórum mörkum voru skoruð á síðustu 10 mínútum leiksins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og áður segir var aðeins eitt mark skorað á Grindavíkurvelli í gær og var þar að verki Sashana Corolyn Campbell á 87. mínútu leiksins. 

Grindavík leikur tvo leiki við ÍA í undanúrslitum mótsins og verður það lið sem vinnur það einvígi verðlaunað með sæti í Pepsí deildinni að ári. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast FH og HK/Víkingur.

Fyrri leikurinn verður leikinn á Akranesi á sunnudaginn kl. 14 og sá síðari á Grindavíkurvelli á miðvikudag kl. 19:15