Grindavík/Þór Íslandsmeistari í 11. flokki
Hilmir Kristjánsson valinn besti maður leiksins. Sögulegur sigur.
11. flokkur sameiginlegs liðs Grindavíkur og Þórs í Þorlákshöfn varð Íslandsmeistari um helgina eftir sigur á Breiðablik í úrslitaviðureign liðanna í Smáranum í Kópavogi. Um sögulegan sigur var að ræða þar sem sameiginlegt lið úr Grindavík og Þorlákshöfn verður Íslandsmeistari í yngri flokkum í fyrsta sinn. Þetta kemur fram á karfan.is.
Um öflugan slag sterkra liða var að ræða en Grindavík/Þór hafði öll spilin á höndum sér í fjórða leikhluta með þá Halldór Hermannsson og Hilmi Kristjánsson fremsta í flokki. Lokatölur 75-64 Grindavík/Þór í vil þar sem Hilmir Kristjánsson var valinn besti maður leiksins með 23 stig og 17 fráköst.
Þetta er annar stóri titill Grindavíkur/Þórs í þessum flokki í vetur því liðið varð einnig bikarmeistari.
Nánari umfjöllun á Karfan.is hér
Myndir: Jón Björn.
Hilmir Kristjánsson ásamt Hannesi Jónssyni formanni KKÍ.