Grindavík vann stórsigur á Völsung frá Húsavík

Komnir áfram í Borgunarbikarkeppninni

Grindvíkingar unnu Völsung frá Húsavík 7:1 í Borgunarbikarkeppni karla á Grindavíkurvelli í gær. William Daniels skoraði fjögur og Sam Hewson skoraði þrjú mörk fyrir Grindavík. Eyþór Traustason skoraði mark Völsungs. Aðstæður voru skelfilegar þar sem vindurinn réði lögum og lofum allan leikinn. Grindvíkingar eru því komnir áfram í 16 liða úrslit Borgunarbikarkeppninnar.

Ljósmyndir af Fótbolti.net