Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík vann Keflavík í æsispennandi leik
Föstudagur 17. desember 2010 kl. 11:05

Grindavík vann Keflavík í æsispennandi leik

Það var stórleikur í Röstinni í gær þegar Grindavík og Keflavík áttust við í Iceland Express deild karla og virkuðu leikmenn frekar spenntir í upphafi og áttu erfitt með að finna körfuna fyrst um sinn og eftir tvær og hálfa mínútu var staðan 2-2. Grindvíkingar voru þó fljótari að ná úr sér stressinu og komust í 10-3 en Keflavík vaknaði þá til lífsins og jafnaðist leikurinn út og í lok fyrsta leikhluta var staðan 20-17 fyrir Grindavík.
Snemma í 2.leikhluta kom Ármann nokkur Vilbergsson inn á fyrir Grindavík og á innan við fjórum mínútum var hann búin að setja niður fjóra þrista í jafnmörgum skotum og Grindavík komið 11 stigum yfir og öll stemning Grindavíkurmegin sem leiddu með 12 stigum þegar flautað var til hálfleiks.

Bæði lið mættu ákveðin til leiks í 3ja hluta. Keflavík ætlaði að ná að vinna upp muninn meðan Grindavík barðist við að hleypa þeim ekki of nálægt sér. Mikill hiti var í leikmönnum og var virklega gaman að fylgjast með þeim berjast um allan völlinn. Hörður Axel Vilhjálmsson var að keyra sína menn áfram meðan bræðurinn Páll Axel og Ármann Vilbergssynir og Þorleifur og Ólafur Ólafssynir voru að skiptast á að taka af skarið hjá Grindavík. Leikhlutinn var hnífjafn þar sem bæði lið skoruðu 20 stig hvort og því hélst 12 stiga munurinn sem Grindavík hafði áunnið sér í öðrum leikhluta.

Fjórði leikhluti byrjaði eins og sá þriðji endaði þar sem liðin börðust bæði af krafti en það leit ekki út fyrir að Keflavík myndi ná að minnka muninn að ráði. En á stuttum tíma komu fjórar þriggja stiga körfur í röð frá Keflavík, þar af tvær frá Herði og á sama tíma gekk ekkert upp hjá Grindavík og staðan allt í einu orðin 67-65 og leikurinn orðinn hrikalega spennandi og áhorfendur beggja liða tóku við sér og fóru að hvetja af krafti.

Ólafur skorar næstu fjögur stig fyrir Grindavík og eykur muninn í 6 stig en Keflavík minnkar muninn niður í 71-69 og þegar um það bil tvær mínútur eru eftir af leiknum skorar Þröstur Leó Jóhannsson risa þrist og kemur Keflavík yfir í fyrsta sinn í langan tíma 71-72. Grindavík nær síðan að komast yfir með því að skora 4 stig á móti 2 hjá Keflavík og staðan 75-74 fyrir Grindavík þegar 50 sekúndur eru eftir.

Þá byrjaði hinn skemmtilegi leikur sem oft á sér stað í lokinn á spennandi leikjum þar sem liðin skiptast á að brjóta til að stoppa tímann og koma hinu liðinu á vítalínuna. Helgi Jónas þjálfari Grindavíkur var viðbúinn þessu og byrjaði þá að spila nokkurs konar handboltataktík þar sem Ryan Pettinella spilaði vörn en Björn Steinar Brynjólfsson spilaði sókn enda staðreynd að Ryan er léleg vítaskytta og þótti því ekki gott að hafa hann inn á vellinum þegar villu-víta-leikurinn hófst. Grindavík fékk 4 víti á þessum tíma og setti þau öll ofan í meðan Keflavík fékk 2 víti og klikkaði á öðru þeirra og þurfti því að reyna erfið skot til að halda sér inn í leiknum en það tókst ekki og Grindvíkingar fögnuðu því 79-75 sigri í æsispennandi leik.

Bestu menn Grindavíkurliðsins voru bræðrapörin Ármann Vilbergsson (15 stig og 5/5 í 3ja) og Páll Axel Vilbergsson (14 stig) ásamt Þorleifi Ólafssyni (10 stig) og Ólafi Ólafssyni (14 stig). Ryan Pettinella skilaði sínu með 16 fráköst og 14 stig og Ómar stóð sig vel með 9 fráköst og 4 stig og 2 af þessum stigum komu af vítalínunni í lok leiksins.

Hjá Keflavík var Hörður Axel Vilhjálmsson að spila ágætlega með 18 stig og Lazar Trifunovic með 16 stig og 9 fráköst sem og Þröstur Leó Jóhannsson með 11 stig. Sigurður Þorsteinsson (8 stig og 8 fráköst) og Almar Stefán Guðbrandsson (5 stig og 6 fráköst) áttu einnig ágætis spretti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-Myndir/siggijóns
Frétt - www.karfan.is

-

-

-

-

-

-

-

-