Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 12. mars 2004 kl. 22:32

Grindavík vann Hauka í deildarbikarnum

Grindavík vann Hauka, 2-1, í leik liðanna í deildarbikarnum í knattspyrnu sem fór fram í kvöld. Grindvíkingar komust yfir með marki frá Sinisa Kekic, en Haukar jöfnuðu metin áður en flautað var til hálfleiks. Í seinni hálfleik skoraði Paul McShane sigurmark Grindvíkinga, en leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og mátti sjá allmargar grófar tæklingar.

Grindvíkingar hafa unnið tvo síðustu leiki sína í keppninni eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum og eru sem stendur í öðru sæti síns riðils.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024