Grindavík vann grannaslag
Grindavík sigraði Keflavík með þremur mörkum gegn tveimur á Íslandsmótinu í knattspyrnu í Grindavík í kvöld. Grindavík komst yfir með sjálfsmarki Sreten Djurovic á 25. mínútu. Orri Freyr Hjaltalín skoraði annað mark Grindavíkur á 38. mínútu en Sreten Djurovic skoraði fyrir Keflavik tveimur mínútum síðar og þannig var staðan í hálfleik.
Óskar Hauksson kom Grindvíkingum í 3:1 á 58. mínútu og þannig var staðan þar til á 80. mínútu að Zoran Daníel Ljubicic skoraði annað mark Keflavíkur. Grindvíkingar lögðust í vörn og Keflavík sótti af fullu afli. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir grindvískan sigur. Nánar um leikinn síðar í kvöld.
Óskar Hauksson kom Grindvíkingum í 3:1 á 58. mínútu og þannig var staðan þar til á 80. mínútu að Zoran Daníel Ljubicic skoraði annað mark Keflavíkur. Grindvíkingar lögðust í vörn og Keflavík sótti af fullu afli. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir grindvískan sigur. Nánar um leikinn síðar í kvöld.