RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Íþróttir

Grindavík vann fyrsta heimaleikinn í tæp tvö ár
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 3. október 2025 kl. 21:32

Grindavík vann fyrsta heimaleikinn í tæp tvö ár

HS Orku-höll Grindvíkinga var þétt setin og vel það þegar fyrsti körfuboltaleikurinn fór þar fram í kvöld síðan 9. nóvember 2023. Grindvíkingar fengu grannana úr Njarðvík í heimsókn og eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem Njarðvík virtist vera með betri tök á leiknum, tók Grindavík völdin í seinni hálfleik, herti vörnina og vann að lokum öruggan sigur, 109-96.

Njarðvík byrjaði leikinn betur og virtust vera með nokkuð góð tök á honum en Grindavík náði góðum kafla undir lok fyrri hálfleiks og labbaði inn í hálfleikinn með þriggja stiga forskot, 54-51. Hálfleiksræða Jóhanns Þórs var greinilega betri en hjá kolleganum Rúnari Ingi, vörn Grindvíkinga hertist til muna og oft vilja þá auðveldar körfur fylgja hinum megin og leikurinn allt að því kláraðist í þriðja leikhluta, sem Grindavík vann 31-16. 

Munurinn fór mestur upp í 23 stig en Njarðvíkingar náðu aðeins að rétta hlut sinn í lokin en öruggur sigur Grindvíkinga staðreynd, 109-96.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Á engan er hallað þótt einn nýju leikmanna Grindavíkur, Jordan Semple, fái titilinn maður leiksins. Hann endaði með 28 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar, alls 39 framlagspunktar! Deandre Kane er alltaf góður og fyrirliðinn Ólafur Ólafsson var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna, setti 5/8 slíkum skotum niður.

Njarðvíkingar vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem fyrst en þeir voru góðir fyrstu 17 mínútur leiksins. Dwayne Lautier var stigahæstur með 23 stig, Mario var með 19 stig og nýi Kaninn, Brandon Averette var með 18 stig.

Helgi Magnússon, aðstoðarþjálfari Grindavíkur: Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur: Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur:
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025