Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík vann á ævintýralegan hátt - Njarðvík tapaði gegn KR
Fimmtudagur 2. febrúar 2012 kl. 21:50

Grindavík vann á ævintýralegan hátt - Njarðvík tapaði gegn KR

Heil umferð fór fram í Iceland Express deild karla í kvöld þar sem topplið Grindavíkur slapp fyrir horn með því að tryggja sér sigur með flautukörfu gegn ÍR. Lokatölur 89-90 Grindavík í vil þar sem Giordan Watson skoraði flautukörfu í teignum fyrir Grindvíkinga í leikslok. Keflvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum með Valsara þar sem nýi Bandaríkjamaðurinn þeirra, Kristoffer Douse var atkvæðamestur. Njarðvíkingar máttu svo sætta sig við tap gegn KR á heimavelli sínum en leikurinn var spennandi og jafn allt þar til í 4 leikhluta þegar KR skoraði 16 stig á þess að heimamenn næðu að svara fyrir sig. Það reyndist dýrkeypt og lokatölur 88-98 fyrir KR-inga.

Úrslit kvöldsins:

Keflavík-Valur 98-76 (30-23, 29-21, 22-14, 17-18)

Keflavík: Kristoffer Douse 19/4 fráköst, Jarryd Cole 13/9 fráköst, Charles Michael Parker 13/5 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 12/4 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 10, Valur Orri Valsson 8/6 stoðsendingar, Hafliði Már Brynjarsson 6, Halldór Örn Halldórsson 6/6 fráköst, Almar Stefán Guðbrandsson 4/10 fráköst, Andri Daníelsson 4, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 3

Valur: Ragnar Gylfason 16/6 stoðsendingar, Austin Magnus Bracey 12, Hamid Dicko 12, Birgir Björn Pétursson 11/18 fráköst, Alexander Dungal 7, Benedikt Blöndal 6, Bergur Ástráðsson 3, Ágúst Hilmar Dearborn 3, Kristinn Ólafsson 3/4 fráköst, Hlynur Logi Víkingsson 2, Snorri Þorvaldsson 1, Sigurður Skúli Sigurgeirsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Feðgarnir Páll og Kristinn saman á bekknum hjá Njarðvík, Kristinn sér um að fylla á brúsana en verður væntanlega kominn á völlinn með þeim „gamla“ innan skamms.

Njarðvík-KR 88-98 (26-25, 18-25, 29-24, 15-24)


Njarðvík: Travis Holmes 27/5 fráköst/8 stolnir/3 varin skot, Cameron Echols 23/10 fráköst, Páll Kristinsson 15/7 fráköst, Elvar Már Friðriksson 10, Oddur Birnir Pétursson 6, Styrmir Gauti Fjeldsted 3, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2

KR: Dejan Sencanski 21/6 fráköst, Robert Lavon Ferguson 17/6 fráköst/3 varin skot, Joshua Brown 17/5 fráköst/7 stoðsendingar, Finnur Atli Magnusson 10/8 fráköst, Ólafur Már Ægisson 9, Martin Hermannsson 8/5 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 6/4 fráköst, Hreggviður Magnússon 5, Björn Kristjánsson 3, Jón Orri Kristjánsson 2

ÍR-Grindavík 89-90 (37-25, 17-16, 22-23, 13-26)

ÍR: Nemanja Sovic 24/6 fráköst, Robert Jarvis 18, Eiríkur Önundarson 13/5 stoðsendingar, Níels Dungal 12/4 fráköst, Ellert Arnarson 11/5 fráköst, Kristinn Jónasson 7/4 fráköst, Húni Húnfjörð 2, Þorvaldur Hauksson 2/4 fráköst, Friðrik Hjálmarsson 0.

Grindavík: J'Nathan Bullock 51/14 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 20/5 fráköst, Giordan Watson 9, Ómar Örn Sævarsson 3/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 3, Jóhann Þór Ólafsson 2/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 2, Þorsteinn Finnbogason 0, Ólafur Ólafsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0, Ryan Pettinella 0.