Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík vann - jafnt hjá Keflavík
Laugardagur 7. maí 2016 kl. 12:08

Grindavík vann - jafnt hjá Keflavík

Grindvíkingar unnu 3-2 sigur á Haukum á meðan grannar þeirra úr Keflavík gerðu 1-1 jafntefli gegn HK í fyrstu umferð 1. deildarinnar í fótbolta sem fram fór í gær.

Markaskorarar hjá Grindavík voru þeir Alexander Veigar Þórarinsson, Hákon Ívar Ólafsson og Gunnar Þorsteinsson en Grindvíkingar léku á heimavelli að þessu sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mark Keflvíkinga skoraði Sigurbergur Elísson tíu mínútum fyrir leikslok eftir að HK hafði náð forystu en leikurinn fór fram í Kórnum í Kópavogi.