Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík valtaði yfir Selfoss
Föstudagur 7. ágúst 2015 kl. 13:47

Grindavík valtaði yfir Selfoss

Enn vonarglæta á sæti í Pepsí deildinni að ári

Grindvíkingar unnu góðan 5-0 sigur á Selfyssingum í gærkvöldi í 1. deild karla en leikið var á Grindavíkurvelli. Eftir leik gærkvöldsins eru Grindvíkingar í 5. sæti 1. deildar eftir 15 leiki spilaða en um var að ræða 1. leik 15. umferðar.

Leikurinn var ekki nema 9 mínútna gamall þegar Björn Berg Bryde skoraði úr vítaspyrnu. Alex Freyr Hilmarsson skoraði svo annað mark heimamanna á 15. mínútu og ljóst í hvað stefndi. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hákon Ívar Ólafsson skoraði svo tvö mörk sitt hvorum megin við hálfleikinn og það var svo Alex Freyr sem að skoraði sitt annað mark og rak endahnútinn í stórsigur heimamanna. Lokatölur urðu því 5-0. 

Sem fyrr segir eru Grindvíkingar í 5. sæti 1. deildar karla en hafa leikið einum leik meira en liðin í kringum þá en næstu lið fyrir ofan í töflunni, Fjarðarbyggð og Þór Akureyri, mætast einmitt í kvöld þar sem að jafntefli yrðu heppilegustu úrslitin fyrir Grindvíkinga sem freista þess að vinna sig upp töfluna á lokaspretti mótsins í von um sæti í Pepsí deildinni að ári.