Grindavík valtaði yfir Keflavík í síðari hálfleik
Grindavík urðu í dag Kjörís-bikarmeistarar kvenna eftir góðan sigur á Keflavík, 82-58. Grindavíkurstúlkur fóru illa með nágranna sína í síðari hálfleik en hann unnu þær 45-27. Sólveig Gunnlaugsdóttir átti stórleik fyrir Grindavík og skoraði 34 stig. Samtals skoraði hún 6 af 11 3ja stiga körfum liðsins og sem dæmi um yfirburði Grindavíkur tóku þær 48 fráköst en Keflavík 34. Birna Valgarðsdóttir var stighæst Keflavíkur með 25 stig.Atkvæðamestar í leiknum:
Grindavík-Keflavík 82-58 (37-31)
Grindavík:
Sólveig Gunnlaugsdóttir 34 stig (14 frák., 25/14 hittni, 11/6 3ja stiga)
Jessica Gaspar 16 stig (9/0 í skotum, 16 frák., 11 stoðse. 7 stolna)
Sigríður Anna Ólafsdóttir 12 (7 frák.)
Ólöf Helga Pálsdóttir 7
Keflavík:
Birna Valgarðsdóttir 25
Erla Þorsteinsdóttir 11 (11 frák.)
Kristín Blöndal 8
Frétt af Visir.is
Grindavík-Keflavík 82-58 (37-31)
Grindavík:
Sólveig Gunnlaugsdóttir 34 stig (14 frák., 25/14 hittni, 11/6 3ja stiga)
Jessica Gaspar 16 stig (9/0 í skotum, 16 frák., 11 stoðse. 7 stolna)
Sigríður Anna Ólafsdóttir 12 (7 frák.)
Ólöf Helga Pálsdóttir 7
Keflavík:
Birna Valgarðsdóttir 25
Erla Þorsteinsdóttir 11 (11 frák.)
Kristín Blöndal 8
Frétt af Visir.is