Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík úr leik í Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu
Christabel Oduro í leik með Grindavík á síðasta tímabili.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 16. maí 2022 kl. 15:40

Grindavík úr leik í Mjólkurbikar kvenna í knattspyrnu

Grindavík og Víkingur Reykjavík áttust við í annarri umferði Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í gær. Leikurinn var jafn og spennandi enda eru liðin mjög jöfn að getur og eru hlið við hlið á stigatöflu Lengjudeildarinnar.

Leikið var í Grindavík og voru það gestirnir sem byrjuðu betur og komust yfir strax á 4. mínútu. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik en Grindvíkingar bitu frá sér í þeim seinni og jöfnuðu leikinn með marki Mimi Eiden úr vítaspyrnu (64').

Það var svo fyrrum leikmaður Grindavíkur og núverandi Víkingur, Christabel Oduro, sem reyndist örlagavaldurinn þegar hún skoraði sigurmarkið á 79. mínútu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar þurfa ekki að bíða lengi eftir tækifæri til að endurgjalda Víkingum greiðann því þessi tvö lið mætast aftur á Víkingsvellinum næstkomandi fimmtudag þegar þau eigast við í Lengjudeildinni.