Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík tekur á móti FH kl. 18 í kvöld
Þriðjudagur 31. ágúst 2004 kl. 16:21

Grindavík tekur á móti FH kl. 18 í kvöld

Leikur Grindavíkur og FH í Landsbankadeild karla fer fram í kvöld klukkan 18, en honum var frestað í gær vegna veðurs.

Nú hefur stytt upp, a.m.k. í bili, og geta liðin þá loks tekist á og er víst að ekkert verður gefið eftir. FH er í toppbaráttunni og getur komist í toppsætið, en Grindvíkingar vilja ólmir og uppvægir fjarlægjast botnbaráttuna sem þeir hafa staðið í lungann úr sumri.

Þess má einnig geta að Keflavík mætir ÍA á Skaganum og hefst leikur þeirra hálftíma fyrr, eða klukkan 17:30.
VF-mynd/Hilmar Bragi: Úr safni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024