Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík tapaði og fer ekki upp
Guðmundur Magnússon skoraði bæði mörk Grindvíkinga gegn Aftureldingu. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 3. október 2020 kl. 21:21

Grindavík tapaði og fer ekki upp

Grindvíkingar töpuðu 3:2 fyrir Aftureldingu í Lengjudeild karla þegar liðin mættust í Mosfellsbæ í dag. Fyrir vikið er sú veika von Grindvíkinga um að komast í efstu deild er úr myndinni. Grindavík er í fjórða sæti Lengjudeildarinnar, tíu stigum frá Fram og Leikni Reykjavík en aðeins níu stig eru í boði fyrir Grindvíkinga sem eiga þrjá leiki eftir.

Grindvíkingar lentu undir á 38. mínútu þegar Afturelding sendi boltann inn í teig Grindvíkinga úr aukaspyrnu, þar hitti boltinn skallann á Viktori Guðberg Haukssyni sem var fyrir því óláni að skalla í eigið mark.

Afturelding leiddi 1:0 í hálfleik og með tveggja mínútna millibili í seinni hálfleik (58' og 60') jókst forysta þeirra í þrjú mörk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðmundur Magnússon minnkaði muninn í 3:1 á 69. mínútu með skalla eftir frábæra fyrirgöf frá Nemanja Latinovic.

Afturelding missti svo mann út af á 77. mínútu þegar Elias Alexander Tamburini var við það að sleppa einn inn fyrir vörn Aftureldingar en varnarmaður kippti honum niður aftan frá, Grindvíkinga því manni fleiri út leikinn.

Grindvíkingar fengu vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir leikslok. Guðmundur Magnússon skoraði úr henni en lengra komst Grindavík ekki og lokatölur 3:2.